Fjöldi ökumanna var villtur í Kópavogi í gær

Nýbýlavegurinn verður lokaður næstu daga vegna framkvæmda. Verið er að …
Nýbýlavegurinn verður lokaður næstu daga vegna framkvæmda. Verið er að flytja háspennustreng og verkið er umfangsmikið og flókið.

Rammvilltir ökumenn í Kópavogi hringdu í öngum sínum í þjónustuver og umferðardeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær en miklar umferðartafir urðu við akstursleiðir til og frá Kópavogi. Urðu tafirnar vegna lokunar á Nýbýlavegi en þar standa nú yfir framkvæmdir.

Vegna flutnings á háspennustreng þurfti að loka Nýbýlavegi í Kópavogi frá Birkigrund vestur að Sæbólsbraut frá og með deginum í gær og líklega fram á sunnudag. Hafði þetta veruleg áhrif á umferð bíla sem stefndu úr og í Kópavog á þessum slóðum. Fyrst og fremst skapaðist mikill hnútur í kringum rampa við Hamraborg þar sem ekki er hægt að fara niður á Reykjavíkurveg, til norðurs, frá Nýbýlavegi. Öll umferðin beindist því í Hamraborg og það leiddi síðan til þess að verulega hægði á flæði bíla inn í bæinn sunnan frá og röð myndaðist suður eftir Reykjavíkurvegi.

Lögreglan mun hafa meiri viðbúnað í dag

Þeir ökumenn sem lentu í því að sú leið sem þeir notuðu venjulega til að komast í og út úr bænum lokaðist voru einnig í verulegum vafa hvaða leið þeir ættu að fara. Lögreglu bárust t.a.m. mörg símtöl frá ráðvilltum ökumönnum sem eru vanir að beygja niður á Kársnesbraut til að komast í austurhluta Kópavogs og neyddust til að fara í vesturbæinn en rötuðu alls ekki út úr hverfinu. Að sama skapi hringdu margir sem ætluðu út úr bænum til norðurs við Nýbýlaveg en villtust síðan í austurbænum þegar akstursleiðin var lokuð.

Að mati umferðardeildar Lögreglu höfuðborgarsvæðisins gekk umferðin illa en við því hefði líka verið búist. Hafði deildin töluverðan viðbúnað á svæðinu til að greiða úr hnútnum við Hamraborg og til að leiðbeina ökumönnum. Fjölmörgum var líka leiðbeint í gegnum síma Funduðu lögreglumenn með verkfræðingum í gærkvöldi um það hvernig merkja mætti leiðir betur og hvernig best væri að bregðast við þeim álagspunktum sem skapast munu í föstudagsumferðinni.

Vill lögreglan koma þeim tilmælum til ökumanna að nota aðrar leiðir til að komast úr og í Kópavog ef mögulegt er, en sýna annars biðlund og þolinmæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert