Hannaði kjól úr rusli

Hjördís Ýr við ruslakjólinn sinn. Hjördís hannaði einnig kjólinn sem …
Hjördís Ýr við ruslakjólinn sinn. Hjördís hannaði einnig kjólinn sem hún er í.

Nemendur í fatahönnunarhóp Vinnuskóla Reykjavíkur hönnuðu mikið af flíkum í sumar og sýndu afraksturinn nú í vikunni. „Þetta var ný reynsla og ég lærði margt nýtt,“ segir Hjördís Ýr, ein úr hópnum, sem hannaði m.a. kjól úr rusli.

Fram kemur á vef Reykjavíkur, að Hjördís hafi búið til toppinn og millistykkið úr plasti en pilsið úr dagblöðum.

Herdís Snorradóttir, sem hafði umsjón með fatalínuhóp Vinnuskóla Reykjavíkur, segir að nemendur hafi fengið þrenns konar hönnunarverkefni: Að hanna föt úr endurvinnanlegu rusli eins og t.d. pappír og plasti, að endurhanna föt sem fengin voru frá Rauða krossinum og loks að hanna föt frá grunni úr efnum sem þau völdu sjálf.

„Nemendur voru mjög áhugasamir, frjóir og það var virkilega gaman að vinna með þeim, “ segir Herdís.

Aðrir hópar sem störfuðu í sumar voru Lifandi vegvísar þar sem nemendur voru þjálfaðir sem leiðsögumenn ferðamanna í miðborginni. Götuleikhús í Vesturbænum, málrækt til að styrkja nýja Íslendinga og umhverfishópar til að bæta umhverfið og kynna ráðamönnum góðar hugmyndir til að fegra umhverfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert