Stóra bjór- og vínkælismálið sett á ís

Kælirinn verður ekki tekinn í gagnið í dag.
Kælirinn verður ekki tekinn í gagnið í dag. mbl.is/Frikki

Í kjölfar fréttar á Vefvarpi Fréttavefjar Morgunblaðsins í gær þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að sér væri sama þótt hinn margumræddi bjór- og vínkælir í verslun ÁTVR yrði tekinn í gagnið á ný sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvort kælirinn yrði gangsettur á nýjan leik.

„Það gerist alla veganna ekki í dag, við eigum eftir að taka ákvörðun í þessu máli," sagði Sigrún Ósk í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert