Nýr ritstjóri DV

Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri DV við hlið Sigurjóns M. Egilssonar. Reynir mun hefja störf hinn 1. september og lætur þá af störfum sem ritstjóri Mannlífs.

Reynir hóf blaðamennsku á DV árið 1994 en hafði áður verið fréttaritari blaðsins á Vestfjörðum um 10 ára skeið. Hann starfaði á DV sem blaðamaður og fréttastjóri til ársins 2002 þegar hann réð sig til starfa á Fréttablaðið sem ritstjórnarfulltrúi.

Í tilkynningu frá Birtíngi, útgáfufélags blaðsins, segir að DV hafi fundið fyrir auknum meðbyr undanfarna mánuði, bæði hafi áskrifendum fjölgað og lausasala aukist. Markmiðið með því að hafa tvo ritstjóra á DV sé að slá í klárinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert