Tveir menn handteknir á Hverfisgötu með hlaðna haglabyssu

mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu undirbýr nú að yfirheyra tvo karlmenn sem voru handteknir á Hverfisgötunni í kl. 19 í kvöld, en haglabyssa var í bifreið sem mennirnir óku í.

Að sögn varðstjóra veittu lögreglumenn bifreiðinni eftirtekt er hún ók niður Hverfisgötuna í kvöld, en lögreglumennirnir vissu að ökumaður bifreiðarinnar hefði nýlega verið sviptur ökuleyfinu. Lögreglumennirnir stöðvuðu því bifreiðina og í ljós kom að farþegamegin í henni var afsöguð haglabyssa. Byssan var hlaðin með fjórum skotum, öryggið var ekki á og vopnið því tilbúið til notkunar.

Að sögn lögreglu var farþeginn með fleiri skot á sér. Þá voru mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, með lítilræði af fíkniefnum á sér. Mennirnir voru því handteknir og færðir niður á lögreglustöð.

Ekki liggur fyrir hvert mennirnir voru að fara eða hvaðan þeir voru að koma. Mennirnir verða yfirheyrðir í kvöld sem fyrr segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert