Djass í Reykjavík

Hin árlega Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í kvöld og stendur fram á laugardag, sem endranær kemur fram úrval jazzara innlendra sem innlendra og kennir ýmissa grasa. Meðal þeirra sem fram koma eru píanistinn og tónsmiðurinn Uri Caine, Eyvör Pálsdóttir ásamt stórsveit Reykjavíkur, Gítargengi Björns Thoroddsen, Stórsveit Samma í Jagúar ásamt Jimi Tenor.

Þá mun Eyþór Gunnarsson stjórna tónleikadagskrá þar sem lög Jóns Múla verða leikin og Sigurður Flosa býður upp á glæný lög við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.

Dagskrá jazzhátíðar má nálgast á vefsíðunni http://www.jazz.is/festival.htm

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert