Straumur fær starfsleyfi sem viðskiptabanki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. starfsleyfi sem viðskiptabankai. Frá sama tíma fellur niður starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið segir, að meginbreytingin felist í því að hér eftir hafi Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum. Með þessari starfsleyfisveitingu eru íslensku viðskiptabankarnir nú orðnir fimm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert