SUF kallar eftir ókeypis skólabókum

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem kallað er eftir ókeypis skólabókum fyrir námsmenn í framhaldsskólum eins og Samfylkingin hafi lofað fyrir síðustu kosningar. SUF segir að Samfylkingin hafi einnig lofað því að innritunar og efnisgjöld yrðu felld niður.

„Það er ábyrgðarlaust að fara fram með svona loforð sem hefur bein áhrif á fjárútlát ungs fólks ef ekki stendur til að standa við það. Samfylkingin gekk í sumum kjördæmum svo langt að senda út ávísun stílaða á nemendur út af þessu kosningaloforði sínu. Skorar SUF því á þingmenn Samfylkingarinnar að standa við gefin loforð ogtryggja framhaldskólanemum ókeypis námsbækur og að innritunar og efnisgjöld verði felld niður," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert