Árásarmaður úrskurðaður í keppnisbann

Stjórn utandeildarinnar í knattspyrnu hefur ákveðið að leikmaður Dynamo Gym 80, sem réðst á knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni á þriðjudagskvöld, fari í keppnisbann. Leikmaðurinn mun ekki taka þátt í þeim leikjum sem eftir eru í sumar og fær auk þess ekki að spila í deildinni á næsta ári.

Stjórnin ítrekar að hegðun sem þessi verði ekki liðin og „við höfnum öllu ofbeldi sama hver birtingarmynd þess er,“ segir í tilkynningu frá stjórninni. Þá telur stjórnin jafnframt að með þessum úrskurði sé málinu lokið gagnvart Utandeildinni.

Stjórnarmaður sagði í samtali við mbl.is að utandeildarliðinu Dynamo Gym 80 verði ekki refsað vegna brots leikmannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert