Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu

Knattspyrnudómarinn sem varð fyrir líkamsárás í utandeildarleik sl. þriðjudagskvöld segist ætla að kæra árásina til lögreglu. „Það er búið að gera lögregluskýrslu [...] Hún er ekki komin inn en er á leiðinni,“ sagði Valur Steingrímsson í samtali við mbl.is. Hann segir annað fólk, m.a. aðra dómara, hafa eindregið hvatt hann til þess að kæra árásina.

Valur þurfti að leita aðhlynningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eftir árásina. Hann hafði vikið árásarmanninum af velli og hann svaraði aftur fyrir sig með því að slá til dómarans og sparka undan honum fótunum.

Valur segist hafa fengið fjölmörg símtöl frá fólki sem hafa hvatt hann til þess að kæra árásina, m.a. einn dómari. Fólkið hefur sagt að það verði að kæra í málinu vegna allra dómara í landinu því „svona framkoma er ekki líðandi neins staðar,“ segir Valur. Hann bætir því við að sem betur fer sé svona framkoma á knattspyrnuvellinum afar sjaldgæf.

Kæran verður afhent lögreglunni í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert