VG heldur flokksráðsfund á Flúðum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn á Hótel Flúðum á morgun og laugardag. Mun Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, m.a. fara yfir hlutverk Vinstri grænna í breyttu landslagi íslenskra stjórnmála í ræðu á morgun.

Þá verður sérstaklega fjallað um hlutverk og rekstur almannaþjónustu í íslensku samfélagi og leiðir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður, þá umræðu. Að auki verða almennar stjórnmálaumræður á dagskrá.

Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur og einn af stofnendum áhugahóps um verndun Þjórsárvera, fjallar á fundinum um þá miklu baráttu, sem náttúruverndarsinnar hafa háð um Þjórsá síðustu árin. Í beinu framhaldi af flokksráðsfundinum verður farið í sumarferð Vinstri grænna sem er ganga undir leiðsögn Bjargar Evu Erlendsdóttur meðfram neðri hluta Þjórsár.

Flokksráð Vinstri grænna er skipað öllum sveitarstjórnarfulltrúum flokksins, alþingismönnum, varaþingmönnum, formanni Ungra vinstri grænna, formönnum svæðisfélaga og formönnum kjördæmisráða auk þrjátíu fulltrúa kjörinna á landsfund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert