Mikill meirihluti ánægður með reykingabann

Nálægt helmingur þeirra sem reykja eða 47% segist vera ánægður …
Nálægt helmingur þeirra sem reykja eða 47% segist vera ánægður með reykingabannið mbl.is/Ómar

Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er ánægður með reykingabann á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi þann 1. júní síðastliðinn. Um 79% segjast vera ánægð með bannið, rúmlega 69% eru mjög ánægð og tæplega 10% frekar ánægð, þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.

Um 13% eru óánægð með reykingabannið, rúm 7% eru mjög óánægð og tæp 6% frekar óánægð. Loks eru 8% hvorki ánægð né óánægð.

Konur eru ánægðari með reykingabannið en karlar, 83%kvenna eru ánægð en 75% karla og munar þar 8 prósentustigum. Um 15% karla eru óánægð með bannið en 11% kvenna.

Nálægt helmingur þeirra sem reykja eða 47% segist vera ánægður með reykingabannið, en tæplega 40% eru óánægð. Rétt undir 90% þeirra sem reykja ekki eru ánægð með reyklaus kaffihús, veitinga- og skemmtistaði og einungis 5% óánægð.

Mest er ánægjan í aldurshópnum 35-44 ára eða 88% og um 85% háskólamenntaðra eru ánægð með bannið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert