Bíða eftir að Hótel Akureyri verði rifið

Hótel Akureyri er gula húsið vinstra megin á myndinni. Nær …
Hótel Akureyri er gula húsið vinstra megin á myndinni. Nær eru París, það bláa, og loks Hamborg, ljósa húsið hægra megin, sem nýlega var gert upp. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eigendur hússins í Hafnarstræti 98, þar sem Hótel Akureyri var lengi til húsa, hafa ekki áhuga á að endurbyggja húsið; það sé of dýrt. Þeir bíða þess nú að Akureyrarbær rífi bygginguna eins og samið var um, svo þeir geti reist nýtt hús á lóðinni.

Gagnrýnisraddir hafa heyrst að undanförnu vegna þess að rífa eigi húsið og sagði þjóðminjavörður í Morgunblaðinu á dögunum að það gæti orðið "stórslys í minjavörslu".

Starfsemi hefur einungis verið á jarðhæð hússins um árabil, það er illa farið og hefur satt að segja stungið mjög í stúf – sérstaklega við tvö næstu hús, París og Hamborg, sem bæði eru nýendurbyggð og glæsileg.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert