Bekkir sameinaðir vegna manneklu

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Áheyrnarfulltrúar foreldra, kennara og skólastjóra í menntaráði Reykjavíkurborgar lýstu yfir áhyggjum sínum á fundi ráðsins í vikunni vegna manneklunnar í grunnskólum. Sameina hefur þurft bekki vegna kennaraskorts í grunnskólum Reykjavíkur, að því er Þorgerður Diðriksdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, greinir frá.

"Þetta er ekki gert á faglegum forsendum, heldur til að bregðast við kennaraskorti," segir Þorgerður sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar hjá trúnaðarmönnum. Hún vill ekki greina frá því hvar hefur þurft að grípa til þessara ráðstafana en kveðst gleðjast yfir því að foreldrar skuli bregðast við ástandinu í skólunum.

SAMFOK, Samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, hefur sent fulltrúum í foreldraráðum grunnskólanna bréf og beðið þá að svara nokkrum spurningum. Spurt er hvort fjölgað hafi verið í námshópum vegna skorts á kennurum, hvort leiðbeinendur hafi verið ráðnir til kennslu og þá hversu margir, hvort kennarar hafi bætt við sig yfirvinnu, hvort sérkennari, deildarstjóri eða námsráðgjafi hafi verið settur í almenna kennslu og hvort starfsmannamálin hafi verið rædd á fundi foreldraráðs.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert