Búast má við truflunum á flugi Icelandair

Jón Karl Ólafsson.
Jón Karl Ólafsson.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að fyrirtækið verði að ganga út frá því einhverjar truflanir verði flugi frá og með næsta sunnudegi vegna aðgerða flugmanna félagsins.

Flugmenn telja að verið sé að brjóta á forgangsréttarákvæði kjarasamninga með því að notast við erlenda verktaka í flugi á vegum Flugleiða, sem er dótturfélag Icelandair. Flugmenn ætla sér ekki að vinna yfirvinnu ef einstakir flugmenn forfallast vegna veikinda.

„Við verðum að ganga út frá því að það geti orðið truflun. Það hefur yfirleitt verið þannig þegar svona aðgerðir byrja að þá melda menn sig fyrr veika. Við veðum að ganga út frá því að það verði einhverjar seinkanir út af þessu máli. Við munum fara yfir stöðuna hjá okkur í dag og jafnvel endurraða einhverjum flugum til að reyna að koma þannig fyrir að farþegar verði fyrir sem minnstu raski út af þessu," sagði Jón Karl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert