Fundað í vinsemd vegna heræfinga Rússa

Átta rússneskar TU95 vélar fóru inn í loftumferðarsvæði Íslands í …
Átta rússneskar TU95 vélar fóru inn í loftumferðarsvæði Íslands í gærmorgun. mbl.is

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu átti í dag fund með rússneska sendiherranum, Viktor Tatarintsev. „Við áttum gagnlegan fund þar sem hann greindi mér frá þessari æfingu og hann fullvissaði mig um að hún hafi verið skipulögð þannig að hún ætti ekki að trufla flugöryggi á Íslandi," sagði Grétar Már í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Við fórum yfir öryggismálin," sagði Grétar Már og bætti við að þessi fundur sem var liður í eðlilegum samskiptum þjóðanna hafi farið fram í mestu vinsemd og til stæði að halda annan slíkan fljótlega til að ræða þessi mál frekar enda samskipti þjóðanna með ágætum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert