Ingibjörg Sólrún: Meira mál að senda fólk til Írak en að boða það heim

Eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur - rosabjork@mbl.@is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir umræðuna um ákvörðun sína um að kalla heim íslenska friðargæsluliðann í Írak hafa einkennst af misskilningi og upphrópunum. Hún segir heimkvaðninguna ekki hafa áhrif á framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og friðargæsluliðar í Afganistan og á Sri Lanka verði ekki kallaðir heim að svo stöddu.

Ingibjörg Sólrún segir ennfremur að fjölmargar NATO þjóðir hafi enga fulltrúar á þeirra vegum væru í Írak en borgi frekar í sjóði sem rynnu til uppbyggingar í landinu. Einnig benti hún á að stöðugildið í Írak væri það eina innan friðargæslunnar sem ekki snúist beint um uppbyggingu þróunarmála.

Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað þess að utanríkisráðherra mæti á fund nefndarinnar og geri grein fyrir ákvörðun sinni. Því vísar ráðherra alfarið á bug og bendir meðal annars á að ákvörðun um að styðja innrásina í Írak, hafi á sínum tíma ekki verið lögð fyrir utanríkismálanefnd. Miklu meira mál sé að senda fólk til Írak en að kalla það heim frá störfum þaðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert