SUF lýsir yfir áhyggjum af stefnuleysi ríkisstjórnarinnar

Á miðstjórnarfundi Sambands ungra framsóknarmanna sem haldinn var í Skagafirði um helgina var samþykkt ályktun þar sem miðstjórnin lýsir yfir áhyggjum af stefnuleysi ríkisstjórnarinnar.

„Miðstjórn SUF lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri ringulreið og stefnuleysi sem nú virðist ríkja innan ríkisstjórnar Íslands.

Opinbert ósætti milli ráðherra stjórnarflokkanna hefur fært þjóðinni heim sanninn um það að þjóðarskútuna rekur stjórnlaust á meðan að ráðherrarnir hanga á stólum sínum án allrar pólitískrar sannfæringar.

Íslenska þjóðin þarf á betri stjórnarháttum að halda og SUF vill minna ráðherra ríkisstjórnarinnar á ábyrgð sína."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert