Fjölmargar tilnefningar á sjö undrum Vestfjarða

Saurbæjarkirkja á Rauðasandi er meðal þeirra mannvirkja sem eru tilnefnd
Saurbæjarkirkja á Rauðasandi er meðal þeirra mannvirkja sem eru tilnefnd mbl.is/Sigurður Ægisson

Um helgina verður skorið úr um hvaða sjö mannvirki á Vestfjarðakjálkanum teljist sjö undur Vestfjarðakjálkans en fjölmargar ábendingar bárust.

Í tilkynningu kemur fram að hugmyndin að valinu á merkilegustu mannvirkjum á Vestfjarðakjálkanum hafi kviknað á liðnu sumri þegar nýjasta valið á merkilegustu mannvirkjum veraldar var í fréttum.

„Þegar talað er um Vestfjarðakjálkann er jafnan miðað við hin landfræðilegu mörk sem blasa við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan. Á síðari tímum er orðið Vestfirðir mjög oft notað um allt þetta svæði en hafði mun þrengri merkingu á fyrri tíð.

Við val af þessu tagi er væntanlega ekki síst litið til sérstöðu mannvirkisins. Sá sem hefur komið þangað gleymir því ekki - eitthvað er þar öðruvísi en allt sem hann hefur áður séð. Jafnframt virðist ekki óeðlilegt að líta til bæði byggingarlistarinnar og sögunnar," samkvæmt tilkynningu.

Dómnefnd vegna útnefningar á merkilegasta mannvirki Vestfjarðakjálkans
Árni Traustason, tæknifræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens
Guðrún Sigurðardóttir, forstöðumaður Svæðisútvarps Vestfjarða
Hlynur Þór Magnússon, sagnfræðingur á Reykhólum
Jenný Jensdóttir, oddviti á Drangsnesi
Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða
Magnús Ólafs Hansson, ráðgjafi hjá Vinnumálastofnum
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt

Mannvirkin sem tilnefnd hafa verið eru þessi:

Bíldudalskirkja
Brimbrjóturinn í Bolungarvík
Brýrnar yfir Ósá í Bolungarvík
Edinborgarhúsið á Ísafirði
Einarshús í Bolungarvík
Engidalsvirkjun í Skutulsfirði
Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði
Gamla kirkjan í Árnesi í Trékyllisvík
Gamla salthúsið á Patreksfirði
Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
Gamla sundlaugin á Patreksfirði
Gamli skóli á Bíldudal
Gamli spítalinn á Patreksfirði
Grettislaug á Reykhólum
Grjótgarðurinn í Nesdal
Grjóthleðslan við kirkjuna á Rauðasandi
Gvendarlaug í Bjarnarfirði
Gömul ver á sunnanverðum Vestfjörðum
Hákarlahjallurinn á Dröngum
Heitu pottarnir á Tálknafirði
Hornbjargsviti
Húsaröðin við Túngötu 1-19 á Ísafirði
Húsaþyrpingin í Flatey á Breiðafirði
Hvalstöðin á Hesteyri
Hvalveiðistöðin á Strákatanga
Höfnin á Patreksfirði
Ísafjarðarkirkja
Jakkershornið á Ísafirði
Jarðgöngin í Arnarneshamri
Kirkjan á Þingeyri
Kirkjan í Grunnavík
Kjaransbraut í hlíð Helgafells í Dýrafirði
Kleifakarlinn á Kleifaheiði
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði
Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
Mjólkárvirkjun
Neðstikaupstaður á Ísafirði
Nýja þorpið í Súðavík
Ólafsviti á Sellátranesi
Óshlíðarvegur
Ósvör í Bolungarvík
Patreksfjarðarflugvöllur
Patreksfjarðarkirkja
Prestsbústaðurinn á Brjánslæk
Ranglátur í Sauðlauksdal
Ráðhúsið á Patreksfirði
Riis-húsið á Borðeyri
Saurbæjarkirkja á Rauðasandi
Síldarverksmiðjan í Djúpavík
Skarðsrétt í Bjarnarfirði
Skipið Garðar við Patreksfjörð
Skrúður í Dýrafirði
Snjóflóðagarðurinn á Flateyri
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
Sundlaugin í Reykjanesi
Surtarbrandsnámurnar í Stálfjalli
Sæluhúsið á Steingrímsfjarðarheiði
Sængurfossvirkjun í Mjóafirði
Ungmennafélagshúsið á Rauðasandi
Varðan á Lónfelli
Vatneyrarbúðin á Patreksfirði
Vegurinn um Dynjandisheiði
Vegurinn um Steinadalsheiði
Vestfjarðagöngin
Vélsmiðja Þingeyrar
Virkið á Arngerðareyri
Vitinn í Æðey

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert