Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda

Geir Jón á Omega
Geir Jón á Omega
Eftir Frey Rögnvaldsson - freyrr@bladid.net

Óeirðaseggir í miðbænum myndu láta af óæskilegri hegðun ef þeir hleyptu trú inn í líf sitt, segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sem vill gera trúboða út af örkinni.

Geir Jón sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni Omega að það væri heillavænlegri lausn að senda trúboða út af örkinni til að leysa miðborgarvandann heldur en að fjölga þar lögregluþjónum.

„Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lögreglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum; að láta þá kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar [...] Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum, ekki fjölga lögreglumönnum heldur trúboðum sem benda á þessa leið sem er út úr þessu myrkri," sagði Geir Jón.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert