Stökkbreyting Laugardalsins

Úr Laugardal.
Úr Laugardal.
Eftir Albert Örn Eyþórsson - albert@bladid.net
Útivistarparadís höfuðborgarbúa og eflaust margra annarra, Laugardalurinn, hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og mun gera það áfram ef allar þær hugmyndir sem fram hafa komið frá ýmsum aðilum ná fram að ganga. Verði svo má gera ráð fyrir að mannvirki ýmis konar verði farinn að þrengja enn frekar að grænum svæðum í dalnum.

Blaðið tók saman bæði þær breytingar sem samþykktar hafa verið eða eru á lokastigi í ferlinu og eins þær hugmyndir aðrar sem viðraðar hafa verið af þeim er hagsmuna hafa að gæta. Skýrt skal tekið fram að hugmyndirnar eru flestar á byrjunarstigi og ólíklegt er að allar verði að veruleika en engu að síður er full ástæða til að skoða hversu mjög Laugardalurinn tekur stökkbreytingum ef svo skyldi fara. Grænum blettum og útivistarsvæðum fækkar þá nokkuð og í staðinn rísa mannvirki eða svæði sem ekki standa öllum opin.

Íþróttamiðstöðin Laugar mun stækka til muna og við hana rísa heilsuhótel. Þá vill Þróttur yfirráð yfir nýju æfingasvæði og breyta gervigrasvellinum í alvöru knattspyrnuvöll. Skautaáhugamenn hafa vakið máls á að bæta við öðru svelli við hlið núverandi Skautahallar og umdeilt sambýli fyrir fatlaða mun rísa neðan við Langholtsskóla. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er að hefja byggingu á sinni þriðja húsi innan tíðar, svo eitthvað sé nefnt. Eitt aðaláhyggjuefni Íbúasamtaka Laugardals er hversu gengur jafnt og þétt á græn svæði í þessari perlu Reykjavíkur.

Fréttaskýring um þetta er í Blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert