Alþjóðleg tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun

Haldin verður tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun næstu tvo daga.
Haldin verður tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun næstu tvo daga. mbl.is/RAX

Á morgun hefst tveggja daga tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun á Grand hóteli í Reykjavík. Hún er opin almenningi og erindi verða flutt á ensku. Í fréttatilkynningu segir að fjallað verði um nánast allar hliðar framkvæmda við virkjunina: undirbúning, jarðfræðirannsóknir, rennslisfræði, stíflur, jarðgöng, stöðvarhúsið, tæknibúnað, mótvægisaðgerðir og fleira.

Fréttatilkynningin:
Það hefur staðið til um hríð að efna til ráðstefnu af þessu tagi og fjalla um virkjunina frá sem flestum hliðum, framkvæmd sem er flókin, sérstæð og um margt einstök á heimsvísu. Hins vegar var ákveðið að fresta ráðstefnuhaldinu þar til fyrir lægju lausnir á ýmsum vandamálum sem upp komu á framkvæmdatímanum vegna sérstæðra aðstæðna, til að draga mætti sem mesta lærdóma af verkinu.

Virkjunarframkvæmdirnar á Austurlandi vekja mikla athygli í hinu alþjóðlega tæknisamfélagi og um þær er stöðugt fjallað á ráðstefnum erlendis og í alþjóðlegum fagtímaritum af ýmsu tagi. Svo nokkuð sé nefnt þá er jarðgangagerð og önnur neðanjarðarvinna með því mesta sem þekkist við sambærilegar framkvæmdir, Kárahnjúkastífla er með þeim hæstu í heiminum, mikill þrýstingur verður á vélar og ýmsan annan búnað virkjunarinnar og veðurfarslegar aðstæður á framkvæmdasvæðinu eru afar krefjandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert