Ökumaður ók tvisvar útaf

Kona á sextugsaldri ók lítilli fólksbifreið tvívegis út af á Miðfjarðarvegi upp úr hádegi í dag. Eftir fyrri útafaksturinn komst hún aftur upp á veginn en ók skömmu síðar aftur útaf og þá skemmdist hjólabúnaður bílsins það mikið að ekki var mögulegt að halda förinni áfram. Lögreglan á Blönduósi sagði að í ljós hefði komið að konan var mjög ölvuð og var hún handtekin og færð til blóðprufu.

„Það var kannski heppilegt að hún komst ekki út á þjóðveg 1 í þessu ástandi," sagði varðstjóri í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert