„Verður alltaf bara stæling"

Danski arkitektinn Jan Gehl hefur komið að gerð áætlana í mörgum stórborgum víða um heim, þ.ám. New York og Kaupmannahöfn. Ráðgjafarfyrirtæki hans hefur lagt fram tillögur um þróun miðborgar Reykjavíkur. Myndin hér til hliðar sýnir hugmynd um breytingu við Lækjargötu þar sem lækur við götuna hefur verið endurheimtur.

Gehl er spurður um húsin sem brunnu við Lækjartorg og hann segist ekki mæla með að þau verði endurreist í sinni gömlu mynd. "Þetta verður alltaf bara stæling. Spurningin er alltaf hvaða tímabil í sögu umræddra húsa eigi að vera fyrirmyndin. Á að endurreisa þau eins og þau voru í upphafi? Eða eins og þau voru rétt áður en þau brunnu?

Við leggjum til að sagan sé hyllt með því að sýna á gólfi nýju húsanna skipulag og útlínur þeirra gömlu. Einnig að nýju húsin verði álíka umfangsmikil og gömlu húsin. Við ættum líka að sýna hvar fjaran var í gömlu Reykjavík; þótt við reisum ný hús er hægt að minna á fortíðina."

Sjá Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert