Óhapp í Þjóðleikhúsinu

Óhapp! er heitið á nýju íslensku leikriti eftir Bjarna Jónsson sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn kemur. Fréttavefur Morgunblaðsins ræddi við leikstjóra verksins, Stefán Jónsson.

Óhapp! fjallar um fólk sem lifir lífi sínu nánast í beinni útsendingu og hvernig það bregst á mismunandi hátt við skakkaföllum. Verkið gerist á heimili fólks sem er um leið sjónvarpsstúdíó.

Að sögn Stefáns fjallar verkið um það hvernig einstaklingar axla ábyrgð á eigin lifi og hvernig þeim tekst að búa saman í samfélagi.

„Við búum í fjölmiðlasamfélagi og hálfpartinn í beinni útsendingu, þeir sem eru sjónvarpsstjörnur eru líka kvikmyndastjörnur, dægurhetjur og fallegasta fólkið og eru fyrirmyndir okkar.” sagði Stefán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert