Fjórfaldur verðmunur á tannréttingum

mbl.is/Kristinn
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Munurinn á verði á tannréttingum getur verið fjórfaldur fyrir sambærilegt verk að því er virðist, að sögn Reynis Jónssonar, tannlæknis hjá Tryggingastofnun. Almennt taka tannréttingar um 2 til 3 ár og geta þær kostað frá 250 þúsundum króna til rúmlega 1 milljónar króna þar sem þær eru dýrastar.

„Við sjáum alla reikningana og okkur sýnist sem um sambærileg verk sé að ræða en bendum á að það er frjáls álagning hjá tannlæknum og þess vegna eðlilegt að verðið sé mismunandi."

Móðir 12 ára gamallar stúlku hefur um nokkra ára skeið greitt 20 þúsund krónur á mánuði inn á reikning tannlæknis vegna tannréttinga barnsins. Hún hefur nú greitt um 750 þúsund krónur en gerir ráð fyrir að greiðslan verði samtals 1200 til 1500 þúsund þegar upp er staðið. Tannréttingarnar munu taka um 6 ár.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert