Flest verkefni fram úr áætlun

Reynslan sýnir að um sjö af hverjum tíu verkefnum, sem ráðist er í á vegum hins opinbera, fara fram úr kostnaðaráætlun. Þetta er niðurstaða rannsókna Þórðar Víkings Friðgeirssonar aðjúnkts við Háskólann í Reykjavík, sem hefur rannsakað áætlanagerð og vinnur nú að smíði líkans til að nota við ákvarðanir og mat á áhættu.

Að sögn Þórðar Víkings, sem skoð aði 70 opinber verkefni, er framúrkeyrslan umfram kostnaðaráætlun vegna Grímseyjarferjunnar ekkert einsdæmi og bendir hann á Þjóðminjasafnið, Þjóðmenningarhúsið, Leifsstöð, Náttúrufræðihúsið, skrifstofur Alþingis og Orkuveituhúsið, sem hafi farið heila fjóra milljarða fram úr áætlun. Þórður Víkingur segir að það þurfi ekki að koma á óvart að áætlanir standist ekki:

„Áætlun er bara tilgáta, það sem menn halda að muni gerast. Hins vegar ætti þetta að vera svo að stundum fari verkefni fram úr áætlun en stundum sé nið urstaðan aftur á móti betri en áætlað var. Svo er alls ekki, heldur er nánast allt á verri veginn, verkefni fara yfirleitt fram úr kostnaðaráætlun.“

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert