Kristján biðst afsökunar

Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.
Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur - kolbrun@bladid.net

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur beðið Einar Hermannsson skipaverkfræðing afsökunar á því að hafa nefnt hann sérstaklega þegar spurt var um ábyrgð í Grímseyjarferjumálinu.

„Það var ósanngjarnt af mér að nefna hann einan og ég hef beðið hann afsökunar á því. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er að málið hafi farið úrskeiðis á öllum stigum og hjá öllum aðilum en meginþunginn og ábyrgðin er hjá Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu. Ég leit aldrei svo á að Einar bæri ábyrgð á þessu máli einn," segir Kristján í viðtali við Blaðið í dag.

Kristján segist hafa farið vandlega yfir málið, en segist ekki sjá tilefni til að áminna starfsmenn samgönguráðuneytisins.

Ráðherra segir koma til greina að sameina Siglingastofnun og Vegagerðina í eina stofnun þar sem menn geti samnýtt reynslu beggja. Hann bíði eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, sem beinist að þessum stofnunum.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert