Einn þeirra sem handtekinn var erlendis úrskurðaður í gæsluvarðhald

Einn sakborninganna leiddur fyrir dómara.
Einn sakborninganna leiddur fyrir dómara. Kristinn Ingvarsson

Rannsókninni á fíkniefnamálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði fyrir helgi miðar vel, segir í tilkynningu frá lögreglunni í dag. yfirheyrslur yfir sakborningunum halda áfram. Í Noregi var einn aðili handtekinn vegna málsins en sá er laus úr haldi. Í Færeyjum voru tveir aðilar handteknir vegna málsins.

Annar er laus úr haldi en hinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Ákvörðun um beiðni um framsal hefur ekki verið tekin. Í Danmörku voru tveir aðilar handteknir í tengslum við rannsóknina en báðir eru lausir úr haldi.

Skútan sem fíkniefnin fundust í hefur verið flutt suður og nákvæmnisleit farið fram í henni, en ekki fannst þar meira af fíkniefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert