Auglýsa skyndibita á undan barnatíma RÚV

McDonalds
McDonalds mbl.is/Sverrir
Eftir Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

Á undan barnatímum Ríkissjónvarpsins undanfarið hafa verið sýndar auglýsingar frá McDonalds-hamborgarakeðjunni á Íslandi. Þessar auglýsingar beinast augljóslega að börnum, enda leika börn stór hlutverk í auglýsingunum og þar er sömuleiðis minnt á að leikföng fylgi máltíðinni, m.a. svokölluð „Hello Kitty"-leikföng sem njóta töluverðra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar.

Þetta er auðvitað ekki eina dæmið um auglýsingar sem beinast sérstaklega að börnum en auglýsingar þessa skyndibitarisa vekja athygli vegna umræðu um tengsl skyndibitafæðis og offitu barna.

Auglýsingar eru fyllilega löglegar og í samræmi við siðareglur Sambands íslenskra auglýsingastofa, eftir því sem best verður séð. Ríkissjónvarpið sér heldur ekkert athugavert við þær.

Í Bretlandi er annað upp á teningnum því þarlend stjórnvöld ákváðu nýlega að bannað væri að auglýsa óholl matvæli í sjónvarpi þegar líklegt væri að börn á aldrinum 4-14 ára væru að horfa. Tilgangurinn er að sporna við vaxandi offitu barna og ungmenna. Bannið nær til matvæla og drykkjarfanga sem innihalda mikið af fitu, salti og sykri og gæti sykrað morgunkorn eða sykraðar mjólkurvörur fallið undir bannið, rétt eins og franskar kartöflur. Bannið mun að fullu taka gildi 1. janúar 2009.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert