SUS ítrekar kröfu um samþykkta heildarupphæð fjárlaga

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að innan skamms verður kynnt frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008. Í tilkynningunni er vakin athygli á ályktun sambandsins um efnahagsmál og hagstjórn, þar sem m.a er lagt til að Alþingi þurfi að samþykkja heildarupphæð fjárlaga áður en breytingartillögur verði leyfðar við einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Með því móti verði sú skylda lögð á herðar þingmanna að mæla fyrir útgjaldaskerðingu til móts við þær útgjaldahugmyndir sem þeir leggi til.

Þá skorar stjórn Sambandsins á þingmenn allra flokka að hafa þessa reglu í heiðri við umræður um fjárlög og að mæla fyrir mótvægistillögum við þær útgjaldaaukningar sem þeir leggja til.

Í yfirlýsingunni segir að stjórn Sambandsins telji ótækt að um 70% framkvæmda á vegum hins opinbera standast ekki fjárhagsáætlanir og nauðsynlegt að harðar sé brugðist við ef opinberir aðilar fara fram úr fjárheimildum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert