Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag

MA
MA
Eftir Frey Rögnvaldsson - freyrr@bladid.net

Nemendur á heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri eru skyldugir til að kaupa að minnsta kosti tvær máltíðir á dag í mötuneyti skólans meðan nemendum sem ekki búa á heimavist býðst að kaupa eina máltíð á dag. Gunnar Kárason, fjárhaldsmaður mötuneytisins, segir að þetta sé gert af fjárhagslegum ástæðum.

„Það var prófað af hafa þetta með öðru móti en það gekk ekki. Einn daginn komu kannski 300 manns í mat og annan daginn 10 manns og maturinn eyðilagðist."

Spurður að því hvort það sé ekki brot á jafnræði við nemendur að þeim sé boðið upp á mismunandi þjónustu eftir búsetu svaraði Gunnar: „Nei."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert