Bruggari tekinn í Hafnarfirði

Rannsóknarlögreglumenn á svæðisstöðinni í Hafnarfirði fóru í húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í suðurbæ Hafnarfjarðar í gær vegna gruns um að þar færi fram sala og framleiðsla á áfengi. Við leit fundust tæki og tól til framleiðslunnar svo og 24 lítrar af landa auk 90 lítra af gambra.

Að sögn lögreglunnar var karlmaður á fertugsaldri vegna málsins og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja áfengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert