„Ekki niðurstaða að mínu skapi" segir Sigurjón Þórðarson

Greint var frá því á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins í gær að ekki hafi náðst samstaða innan framkvæmdastjórnar flokksins um að Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður flokksins, yrði framkvæmdastjóri flokksins frá 1. janúar 2009. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins segir Sigurjón að hann muni ekki hætta í flokknum en starfa á hliðarlínunni. „Þetta er ekki niðurstaða að mínu skapi."

Að sögn Sigurjóns starfar hann hjá Heilbrigðiseftirliti Norðvesturlands og hann muni gera það áfram. Hann segir ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar vera vonbrigði en hann styðji Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, heilshugar en Guðjón Arnar hafi stutt sáttatillögu um að Sigurjón yrði gerður að framkvæmdastjóra.

Að sögn Sigurjóns verður Magnús Reynir Guðmundsson áfram framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins en hann tók við starfinu af Margréti Sverrisdóttur á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert