Fimm fyrirtæki fá losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda

Fimm fyrirtæki fá losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2008 til 2012. Þetta er Sementsverksmiðjan á Akranesi, Íslenska járnblendifélagið, Alcan í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði.

Alls koma til úthlutunar losunarheimildir sem nema 10,5 milljónum tonna. Fyrirtækin fimm fá samtals úthlutað 8,6 milljónum tonna. Fjórar umsóknar til viðbótar bárust um losunarheimildir en ákveðið var að nú yrði aðeins úthlutað til starfandi atvinnureksturs og því var ekki úthlutað til fyrirtækja, sem ekki eru með starfsemi vegna mikillar óvissu um stöðu þeirra verkefna, m.a. vegna orkuöflunar, umhverfisáhrifa, starfsleyfa og skipulagsmála.

Þórunn Sveinbjarnadóttir, umhverfisráðherra, sagðist á blaðamannafundi, þar sem úthlutunin var kynnt, telja eðlilegt, að framtíðaráform þessara fyrirtækja fengju að skýrast betur áður en afstaða yrði tekin til umsóknanna.

Fyrirtækin fjögur eru Alcoa vegna Bakka við Húsavík, Norðurál vegna álvers í Helguvík, Alcan vegna álvers í Þorlákshöfn og Tomahawk Development vegna kísilverksmiðju í Helguvík.

Greinargerð úthlutunarnefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert