Þjófar staðnir að verki

Þrír þjófar voru gripnir glóðvolgir við iðju sína í jafnmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Síðdegis var tvítug kona staðin að hnupli í miðborg Reykjavíkur en hún tók snyrtivörur úr umbúðum, stakk þeim í vasann og hugðist ganga út án þess að greiða fyrir þær.

Um kvöldmatarleytið varð kona á fertugsaldri uppvís að samskonar háttalagi í Kópavogi en hún reyndi líka að stela snyrtivörum með sömu aðferð.

Í gærkvöld var svo tæplega þrítugur karlmaður tekinn fyrir þjófnað í sama bæjarfélagi. Maðurinn lét mjög ófriðlega þegar lögreglumennr komu á vettvang og fór svo að þjófurinn var handjárnaður og síðan fluttur á lögreglustöð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert