Ekki svo kátt í höllinni

Laugardalshöll.
Laugardalshöll.
Eftir Albert Örn Eyþórsson - albert@bladid.net
Mikil óánægja er meðal barna, foreldra og forsvarsmanna íþróttafélaga sem aðstöðu hafa í Laugardalshöllinni en mjög reglulega verður að fella niður eða færa æfingar og leiki vegna viðburða hvers konar sem þar fara fram með jöfnu millibili. Framundan er vikulokun, til viðbótar þeim rúmlega 30 dögum sem alla jafna eru fráteknir hvern vetur, þegar þing NATO fer þar fram.

Sigurður Lárusson, verkefnisstjóri Laugardalshallarinnar, viðurkennir að um nokkurn vanda sé að ræða og skilur gremju fólks vegna þessa en segir ekki hjá þessu komist. „Í fyrsta lagi er rekstur hallarinnar mjög dýr og til þess eins að standa nokkurn veginn á jöfnu yfir árið þá höfum við reiknað út að okkur er nauðsyn að taka 30 daga hvern vetur frá til að nota undir aðra viðburði eins og tónleika og ráðstefnur ýmiss konar. Í öðru lagi má ekki líta á Laugardalshöllina sem íþróttasvæði enda er hún í raun félagsmiðstöð borgarbúa frekar en nokkuð annað."

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert