Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku

Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku, samkvæmt því sem fram kemur á vef talsmanns neytenda. Þar kemur fram að sett lög taki ekki beint á spurningunni um hvort neytendur eigi rétt á því að geta verslað á íslensku og virðast ekki kveða á um að íslenska sé almennt viðskiptamál þó að hún sé áskilin í ýmsum tilvikum. Samkeppnislögmálin geta hins vegar veitt verslunarrekendum aðhald til þess að standa undir ábyrgð sinni á góðri þjónustu, að því er segir á vef talsmanns neytenda.

Vefur talsmanns neytenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert