Vilja að ráðherrar víki úr þingsæti

Þingmenn úr þremur flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að sé þingmaður skipaður ráðherra víki hann úr þingsæti á meðan hann gegnir ráðherradómi og varamaður taki sæti hans á meðan.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en einnig standa þeir Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum og Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, að tillögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert