Árleg martröð aldraðra

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur - beva@bladid.net

Endurreikningar tekjutengdra bóta Tryggingastofnunar vegna ársins 2006 voru kynntir fulltrúum aldraðra í síðustu viku. „Enn meira er um rangar greiðslur nú en árin á undan," segir Helgi Seljan, einn af fjórum fulltrúum aldraðra í samstarfsnefnd, sem fékk að sjá útreikninga stofnunarinnar.

Alls voru greiðslur til hátt í fjörutíu og fimm þúsund einstaklinga endurreiknaðar, og af þeim fengu hátt í tuttugu þúsund of háar greiðslur og þurfa að endurgreiða. Ellilífeyrisþegar sem þurfa að skila peningum greiða að meðaltali 90 þúsund krónur til baka. Þeir sem mest skulda þurfa að greiða meira en milljón til baka. Meðalinneign ellilífeyrisþega sem hafa fengið vangreitt er hins vegar rétt innan við 52 þúsund krónur. Ekki verða innheimtar greiðslur af þeim sem skulda undir tuttugu þúsund krónur, en hinir þurfa að borga á næsta ári.

Helgi Seljan segir skelfilegt verkefni framundan hjá eldri borgurum og hjá Tryggingastofnun að taka á móti fólki sem vill fá leiðréttingu, á ekki fyrir endurgreiðslunni og skilur ekki af hverju það er krafið um hana. Algalið sé að þetta skuli gerast ár eftir ár og að aftur og aftur séu uppgefnar forsendur þannig að bótaþegum sé gert illkleift að skila inn réttum upplýsingum.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert