Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Verði eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn var í fyrradag, dæmdur ólöglegur verða allar ákvarðanir sem á honum voru teknar sjálfkrafa ólögmætar, þ.á m. um sameiningu Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri-grænna í stjórn OR, segir lögmenn vera sér sammála um að grundvöllur sér fyrir því að höfða dómsmál til ógildingar eigendafundarins.

Svandís ræddi við lögmenn í gærkvöldi um hvort grundvöllur væri fyrir málshöfðun, og sagði hún í samtali við mbl.is að þeir hefðu verið „sammála mér um að þarna hefði farið fram fundur sem var ólögmætur.“

Boðað var til eigendafundar í OR í fyrradag, með innan við sólarhrings fyrirvara. Samkvæmt eigendasamningi Orkuveitunnar þarf að boða skriflega til slíkra funda með viku fyrirvara.

„Ólögmætur eigendafundur í fyrirtæki eins og Orkuveitunni er stórmál með tilliti til lýðræðis,“ sagði Svandís. Formsatrið á borð við fundarboð snúist um að lýðræðislegum ferlum sé fylgt, og því til þess fallin „að verja almenning geng svona yfirgangi, og [formsatriði] geta því verið pólitískt stórmál.“

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert