Verzló vill fá enska námsbraut

Verzlunarskólinn
Verzlunarskólinn mbl.is/Árni Sæberg
Eftir Freystein Jóhannsson og Pétur Blöndal
Verzlunarskóli Íslands hefur sótt til menntamálaráðuneytisins um að fá að taka upp námsbraut, þar sem kennt verður á ensku. Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað umsókninni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja ræða hana. En almennt um kennslu á ensku í framhaldsskólum sagði ráðherra: "En íslenzkan er það tungumál sem á að vera númer eitt alls staðar og af því verður enginn afsláttur gefinn meðan ég er menntamálaráðherra." Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, segir umsóknina tilkomna fyrir orð viðskiptaráðs og Finnur Oddsson hjá Viðskiptaráði Íslands segir tilmælin sprottin af ákveðnum almennum áhuga á því að gera íslenzkt atvinnuumhverfi alþjóðlegra en nú er og tekur fram að íslenzkum nemendum yrði kennt móðurmálið samkvæmt námsskrá.

Eina námsbrautin í framhaldsskóla þar sem kennt er á ensku með heimild menntamálaráðuneytisins er IB-braut til alþjóðlegs stúdentsprófs í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Stærstu bankarnir eru hættir að gefa ársskýrslur sínar út á íslenzku, bara á ensku, en fjárfestingarbankinn Straumur gefur sína ársskýrslu út bæði á íslenzku og ensku. Ársreikningar bankanna eru enn gefnir út á íslenzku líka. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, segir tvítyngi sem opinbera stefnu á misskilningi byggt:

"Við þurfum að vera vakandi fyrir því að móðurmálið verður alltaf að vera sterkt og við þurfum að halda vel utan um það áður en við förum að nota önnur mál, í hvaða tilgangi sem það er."

Ítarlega er fjallað um stöðu íslenskunnar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert