Aukafundur í borgarstjórn á morgun

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Haldinn verður aukafundur í borgarstjórn Reykjavíkur á morgun klukkan 16 um málefni Orkuveitunnar og samruna Geysis Green Energy við Reykjavik Energy Invest. Er fundurinn haldinn að kröfu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn.

Vinstrihreyfingin-grænt framboð hefur sent frá sér lista með spurningum, sem hafa vaknað hjá flokksmönnum í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur.

Segir VG að m.a. vakni spurningar um mögulega aðkomu fyrrverandi framsóknarráðherra, Árna Magnússonar, sem færði sig skyndilega úr stóli félagsmálaráðherra til að sinna orkumálum hjá Glitni. Einnig um kaupréttarsamninga Bjarna Ármannssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, sem hvorki sé starfsmaður né eigandi fyrirtækisins, og að þeim sé haldið til streitu.

Þá spyr VG hvers vegna Bjarna Ármannssyni, stjórnarformanni REI, hafi verið boðið að kaupa hlut í félaginu án samráðs við pólítíska fulltrúa og hvers vegna öðrum hafi ekki verið boðið það sama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert