Verslun á Selfossi seldi „snuff"

Lögreglan í Árnessýslu fékk fyrir stuttu ábendingu frá foreldri á Selfossi um að verið væri að selja „snuff”, fínkornótt neftóbak, í söluturni á Selfossi. Í samvinnu við tollgæslu á Selfossi var gerð leit í söluturninum í síðustu viku. Við leitina fundust á annan tug tóbaksdósa.

Hald var lagt á dósirnar og segir lögreglan, að sá sem bar ábyrgð á þeim verði kærður fyrir ólögmætan innflutning og sölu. Eftir þessa aðgerð hefur rekstri söluturnsins verið hætt.

Þá var farþegi í bíl kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt þegar lögreglumenn sáu til hans henda pylsu og bréfi út um glugga bifreiðarinnar á plani við Fossnesti á Selfossi. Viðkomandi neitaði sök og mun því verða gefin út ákæra á hendur honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert