Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum

Fyrsti fundur borgarstjórnar með nýjum meirihluta stendur nú yfir.
Fyrsti fundur borgarstjórnar með nýjum meirihluta stendur nú yfir. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Gísli Marteinn Baldursson sagði á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir að hann vonaðist til þess að REI- málið svokallaða fengi farsælan endi og að menn hættu að pukrast í því máli. „Ég vona að allir vilji ljúka þessu máli en stundum hvarflar að manni að menn vilji það ekki. Vissi borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson ekki að með því að samþykkja samrunann var hann að láta fjölda milljarða renna til manna sem hafa stýrt Framsóknarflokknum undanfarin ár,” sagði Gísli Marteinn.

Hann sagði marga milljarða renna til fyrrverandi varaformanns Framsóknarflokksins, lögfræðings allra helstu Framsóknartengdu fyrirtækjanna og formanns fjáröflunarnefndar Framsóknarflokksins. „Vissi Björn Ingi Hrafnsson ekki hver ætti fyrirtækið Landvar sem er í eigu Helga S. Guðmundssonar, fjáröflunarmanns númer eitt hjá Framsóknarflokknum,” sagði Gísli Marteinn.

Hann útskýrði síðan að Landvar ætti 35% í VPK Invest sem á 2,2% í hinu nýja fyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert