Sjö þúsund óþörf útköll lögreglunnar

Frá áramótum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið kölluð til í um sjö þúsund skipti vegna umferðaróhappa sem hefði mátt ganga frá í hendur tryggingafélaga, án þess að lögregla þyrfti að hafa af því afskipti. Ökumenn hefðu einungis þurft að útfylla tjónatilkynningu sem á að vera í öllum bílum. Á því virðist hins vegar mikill misbrestur.

Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að þessi útköll taki vissulega mikinn tíma frá öðrum verkefnum lögreglunnar, tíma sem betur væri varið í annað. "Við viljum einbeita okkur að skipulagðri, markvissri og sýnilegri löggæslu um allt höfuðborgarsvæðið. Sú vinna okkar raskast því miður þegar við þurfum að sinna málum af þessu tagi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert