Fimm ára kvörtunarregla gildi um GSM-síma

Fram kemur á vef talsmanns neytenda að samkvæmt nýlegum dómi Hæstaréttar Noregs gildi 5 ára kvörtunarfrestur um GSM-síma samkvæmt norskri og íslenskri neytendalöggjöf. Dómurinn byggir á því að GSM–símar séu skilgreindir sem hlutir sem „er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti“.

Einnig kemur fram á vefsíðunni að lögbundinn frestur til að kvarta vegna galla í vörum sé nú tvö ár í stað eins árs sem lengi gilti og að óheimilt sé að gefa yfirlýsingu um ábyrgð nema hún veiti meiri rétt. Sé það gert gildir lengri ábyrgðarfresturinn.

Þá segir að Neytendasamtökin hafi margoft bent á og kannað (van)þekkingu seljenda á e5 ára kvörtunarfresti á ýmsum endingarmeiri vörum þó að almennur kvörtunarfrestur vegna galla sé 2 ár. Síðast í dag hafi lögfræðingur NS fjallað um gildissvið 5-ára-reglunnar á heimasíðu samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert