Orkuútrásin er ekki alls staðar

"Allt í einu virðast engar takmarkanir vera á því hversu mikið fjármagn er hægt að setja í þessa orkuútrás. Á meðan sitja verkefni innanlands á hakanum," segir Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur og eigandi jarðborunarfyrirtækisins Alvarr ehf., en hann hefur unnið að jarðhitaborunum í yfir tuttugu ár.

"Það eru ekki til aurar í þessi litlu verkefni sem dragast ár eftir ár. Eitt prósent af þeim upphæðum sem verið er að tala um í orkuútrásina gæti dugað í verkefnin hér innanlands," segir Friðfinnur og nefnirsem dæmi borholuverkefni við Súðavík. "Þar var boruð rannsóknarhola sem þurfti síðan að dýpka til að festa fingur á hvort nýtingarmöguleikar væru í henni eða ekki. Leitað var eftir því við mig að dýpka hana niður á 350 til 400 metra dýpi sem kostar fimm til sex milljónir króna. Þá var allt í einu sagt nei því að Orkusjóður, opinber stofnun sem á að styrkja verkefni á sviði jarðhitaleitar, var ekki búinn að borga það sem hann lofaði í verkið. Hefði þessi hola verið boruð væri hægt að víkka hana næsta sumar og hún nýst Súðvíkingum til góðra verka."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert