Handtekinn vegna stera

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert magn af sterum í austurborginni á föstudag og handtók karlmann í tengslum við málið. Hann er 48 ára að aldri og var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu. Ekki þóttu efni til að krefjast gæsluvarðhalds í málinu sem komið er inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar.

Sterarnir samanstanda af töflum og vökva og segir lögreglan að efnin hafi fundist undir sólpalli við íbúðarhús, þar sem leitin fór fram á föstudag.

Ekki hefur verið upplýst hvort hinn handtekni hefur komið við sögu lögreglu áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert