Össur hittir orkumálaráðherra Filippseyja

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Staðfest hefur verið að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kemur við á Filippseyjum í ferð sinni með stjórnendum Reykjavík Energy Invest (REI) til Indónesíu. Þar mun hann ræða við orkumálaráðherra landsins.

Ferðin til Asíu kemur í kjölfar heimsóknar orkuráðherra Indónesíu í haust og útrásar REI. Ráðherra fór utan í gær, laugardag, ásamt skrifstofustjóra orkumála í ráðuneytinu, Bjarna Ármannssyni stjórnarformanni og Guðmundi, Þóroddssyni forstjóra REI, og fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Þeir verða viku í ferðinni.

Viðstaddur undirritun samnings REI og Pertamina
Í Jakarta mun ráðherrann eiga fundi í orkumálaráðuneytinu og vera viðstaddur undirritun samnings REI og indónesíska orkufyrirtækisins Pertamina, sem gerður er í framhaldi af viljayfirlýsingu frá því fyrr í haust. Þá kynnir ráðherra sér starfsemi fyrirtækisins og fer í vettvangsferð á jarðhitasvæði.

Í Manila á Filippseyjum mun iðnaðarráðherra funda með orkumálaráðherra landsins og fara í vettvangsferð á vegum PNOC-EDC sem er stærsta jarðhitafyrirtæki heims. REI er eitt þeirra erlendu fyrirtækja sem eiga möguleika á að kaupa hlut filippseyska ríkisins í fyrirtækinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert